Fróðleikur um kertin

Á þessari síðu er hægt að kaupa persónuleg kerti sem ég vinn heima hjá mér.

Hönnun kertis, texti og mynd, er prentuð á endurunnin pappír sem festur er á kertið með sérstöku eldtefjandi lími.

Aðventukertin eru 15 cm há og 6.5 cm í þvermál
Öll önnur kerti eru 20 cm há og 8 cm í þvermál

Þegar kveikt er á kertinu, þá brennur kertið en pappírinn stendur eftir.

Alltaf skal fara varlega þegar um eld er að ræða því að það getur kviknað í öllu sem logar.
Í bækling sem gefin er út af Eldvarna bandalaginu koma fram þessir punktar um kerti og kertaskreytingar:
• Festið kertin tryggilega á eldtrega og stöðuga undirstöðu.
• Hafið þau ekki of nærri hitagjafa, svo sem ofni eða sjónvarpi. Logandi kerti á ekki að standa ofan á raftæki.
• Hafið þau ekki nærri efnum sem auðveldlega getur kviknað í.
• Öruggast er að nota kramarhús, sjálfslökkvandi kerti eða
kertaslökkvara í skreytingar. Sé það ekki gert er mikilvægt að
láta skraut ekki liggja að kerti, eldverja skreytinguna og slökkva
tímanlega á kertunum.
• Farið aldrei frá logandi kerti og látið börn ekki komast í eldfæri
eða logandi kerti.